07.04.1926
Neðri deild: 47. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1702 í B-deild Alþingistíðinda. (1394)

78. mál, notkun bifreiða

Pjetur Þórðarson:

Jeg á brtt. við þetta frv. á þskj. 236, sem hnígur í sömu átt og aðalfrumvarpsgreinin, þó að hjer sje um nokkuð annað atriði að ræða. Mjer hefir verið bent á það, og enda farið fram á það af bifreiðarstjórum, að ákveða ætti í lögunum lágmark hvíldartíma í sólarhring fyrir bifreiðarstjóra, með hliðsjón af hættu, sem stafað gæti af ofþreytu eða svefnleysi, og jeg hefi ekki sjeð mjer fært að setja þetta sem beint lagaákvæði inn í frv. eða búa það í annan búning en þann, að koma að heimild til þess að slík ákvæði geti orðið sett inn í reglugerðina. Annars er brtt. þannig vaxin, að hún getur ekki komið að ógagni. Hún er í hæsta lagi gagnslítil, en hitt er þó líklegra, verði hún samþykt, að heimildin verði notuð, og þá oft komið að gagni, svo að jeg vænti þess að hv. þdm. samþykki tillöguna.