10.04.1926
Neðri deild: 50. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 556 í B-deild Alþingistíðinda. (140)

1. mál, fjárlög 1927

Jón Auðunn Jónsson:

Jeg var nú satt að segja ekki viðbúinn því að tala nú þegar, en einhver verður að byrja, og það getur þá eins verið jeg eins og einhver annar.

Hæstv. fjrh. (JÞ) hjelt rækilega uppi svörum fyrir ríkissjóðinn og mælti móti flestöllum brtt. til hækkunar, er fram hafa komið. Helst þótti mjer hann beitast nokkuð harðlega gegn till., sem jeg og tveir háttv. þm. flytja, um eftirgjöf á skuldum þriggja hreppa. Jeg skal enn taka það fram, að hreppar þessir hafa fengið lán til dýrtíðarráðstafana, sökum illrar aðstöðu og þrenginga, er þeir komust í meðan á stríðinn stóð. Held jeg að ekki hafi aðrir hreppar tekið lán, sem ógreidd eru ennþá, til þess að framfleyta fólkinu, kaupa matvörn og lána hreppsbúum. Þeir hreppar, er fengu lánað hjá landsversluninni, hafa samið beint við hana um eftirgjöf. — Það er leitt að þurfa að vera að slást hjer fyrir tilveru þessara fátæku hreppa, þegar hægt var að fara aðra leið og fá eftirgjöf hjá landsversluninni. Er nokkur munur á því, þó að ríkissjóður gefi eftir af lánunum, til þess að hægt sje að standa í skilum við landsverslunina, eða að verslunin gefi sjálf eftir af skuldinni? En hrepparnir tóku einmitt lánin til þess að geta staðið í skilum og borgað vörur þær, er þeir keyptu.

Hæstv. fjrh. ljet mikið yfir velmegun þessara hreppa. Jeg vil þá leyfa mjer að gera nokkrar athugasemdir við reikninga Grunnavíkurhrepps, og verður þá útkoman ekki glæsileg. Útsvörin eru þar 3700 kr., og eru það aðaltekjurnar, því að aðrar tekjur eru smávægilegar og nema um 300 kr. Alls verða tekjurnar því um 4000 kr. Aftur á móti eru gjöldin 5000 kr., þar af til ómagaframfærslu 2000 kr., sýslusjóðs og vegasjóðsgjald 1000 kr., til bjargráðasjóðs og til að annast framkvæmdir hreppsins 200 kr., og loks vextir af skuldum 600 kr. Er sýnilegt, að skuldirnar hækka á þessu ári um 1082 kr. Er því ekki glæsileg afkoma hreppsins. Þar að auki er sýnilegt, að útsvörin eru afarhá og þungbær, þar sem hreppsbílar eru mjög fátækir og búendur ekki nema 18, enda er lagt þar á alla, sem nokkur von er um að geti greitt, hvort sem þeir hafa nokkrar tekjur eða ekki. Útistandandi eignir á árinu, sem reikningurinn nær yfir, eru um 2000 kr., 380 kr. í bönkum og 430 kr. í öðrum eignum, svo sem þinghús, jarðapartar o. fl. Rjettar eignir eru því um 1000 kr., en hitt útistandandi skuldir hjá hreppsbúum. Niðurstaðan verður því sú, að hreppurinn hefir tapað á árinu um 1000 kr., og sýnir það glögglega, hvernig ástandið er. Þar að auki hefir hann búið við þær þungu búsifjar, að erlendir togarar koma þar inn þegar vont er veður og sópa miðin, sem hreppsbúar sækja björg sína á. En þeir geta ekkert við því gert, því að þá vantar síma, og það er sólarhringsferð á næstu símastöð, þó vel sje haldið á, ef ekki gefur sjóleiðis.

Þá minti hæstv. fjrh. á það, að Hólshreppnr hefði fengið eftirgjöf á viðlagasjóðsláni, gegn því að hann annaðist viðgerð á brimbrjótnum, sem þar er. Viðgerð sú var framkvæmd síðastliðið sumar, en í vetur brotnaði brimbrjóturinn aftur, og má búast við því, að hann þurfi enn meiri viðgerð nú en áður. Það væri auðvitað sjálfsagt, að hreppsnefndin annaðist viðhald og endurbætur brimbrjótsins, en henni er það um megn. Hún hefir lagt mikið fje í brimbrjótinn, um 100 þús. kr., og skuldar nú af því um 40 þús. kr. En ekki ber því að neita, að svo er nú komið fyrir mistök hinna opinberu starfsmanna, sem við þetta fyrirtæki unnu. En það er ómögulegt að hætta við brimbrjótinn; það væri sama og að leggja alla sjósókn þarna niður, því að þá yrði þar alveg ólendandi.

Jeg ætla ekki að tefja tímann við að svara hv. 1. þm. S.-M. (SvO) mörgu. Hann sagði, að töp útibúsins á Eskifirði stöfuðu af því, að styrkt hefðu verið óheilbrigð verslunarfyrirtæki. (SvO: Og stend við það). Og hann segist standa við það. Skal jeg játa, að það er síst til hróss að tapa á slíku. Held jeg, að það sjeu sjálfskaparvíti, að bankar tapi á verslunarrekstri hjer á landi.

Þá mintist þm. þm. á tölur þær, sem jeg nefndi um tap á Eskifirði. Jeg hygg, að þær sannist á þessu ári. Töpin eru þegar komin fram, hvort sem þau sjást á pappírnum eða ekki.