18.02.1926
Neðri deild: 9. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1710 í B-deild Alþingistíðinda. (1414)

26. mál, ritsíma og talsímakerfi

Flm. (Þórarinn Jónsson):

Jeg vil fyrst geta þess, að jeg veit ekki, hvort mjer hefir tekist að hnýta þessu frv. rjett í lest. Jeg rjeði af að fella frv. við lögin frá 28. núv. 1919, þrátt fyrir það, þó að minsta kosti sjeu ein lög enn. frá 1923, um þetta efni. En þau virtust mjer svo rýr aftan fyrir, að ekki væri í þau hnýtandi.

Jeg þykist ekki þurfa að taka fram ástæðurnar fyrir þessu frv. Þær eru svo alkunnar. Mjög er eðlilegt, að óskir manna um að fá síma sjeu að aukast, því að þetta er menningarmál. Málið er mjög vel undirbúið og stefnt að framtíðarfyrirkomulagi. Sýslunefnd Vestur-Húnavatnasýslu gerði tillögur sínar 1923 og sendi landssímastjóra. Hann gerði þar á nokkrar breytingar og er þeim breytingum fylgt.

Lengsta línan er 73 km. Sú tala sýnir best, hversu brýn þörfin er, þar sem menn ná verða að fara 40–50 km. til þess að geta náð í símastöð. Aftur á móti er línan frá Melstað að Núpdalstungu aðeins 15 km., en þá ber þess að gæta, að í þeim tveim hreppum, sem línan liggur yfir, eru yfir 500 manns.

Út í kostnaðarhliðina skal ekki farið nú, en jeg vil geta þess, að í brjefi landssímastjóra er kostnaðurinn áætlaður 41 þús. kr., en á að vera 51 þús. kr. Leiðin sem línurnar liggja um, er mjög æskileg og laus við torfærur; liggja allar um lágsveitir.

Þegar litið er á það, hvaða tekjur má búast við, að þessar nýju símalínur gefi, verður engu um það spáð. En það er áreiðanlegt, að hafi símalínur gefið góðar tekjur, sem þær víða hafa gert, hlýtur svo að verða hjer, þar sem þær liggja allar um þjettbygðar góðsveitir. Þannig er mannfjöldinn í þeim 3 hreppum, sem aðallínan liggur um, kringum 1100 manns. Geri jeg svo að tillögu minni, að málinu verði vísað til samgöngumálanefndar að umræðunni lokinni.