07.04.1926
Neðri deild: 47. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1732 í B-deild Alþingistíðinda. (1427)

26. mál, ritsíma og talsímakerfi

Hákon Kristófersson:

Jeg skal ekki lengja umr. mikið. Jeg vildi aðeins beina þeirri spurningu til hæstv. atvrh., hvort hann lítur svo á, að þær línur, sem nú verða samþyktar hjer, eigi að ganga fyrir þeim, sem síðar koma. Jeg fyrir mitt leyti álít, að svo eigi alls ekki að vera, heldur eigi, að fara eftir þeirri nauðsyn, sem á þeim er. Jeg er alls ekki að mæla á móti þessum till., en mjer þykir undarlegt, að hv., nefnd sje að rokka frá, sínum fyrri till., og virðist svo sem hv. frsm. (KlJ) hafi átt í einhverju baktjaldamakki eftir að þessi fundur byrjaði. Eiginlega finst mjer hv. frsm. alls ekki hafa talað fyrir hönd nefndarinnar, enda upplýsti hann það sjálfur, að hann hefði fengið nýja vitrun eftir að fundur byrjaði. Það er ekki ný bóla, þegar komið er fram með breytingu á þessum lögum, að fleiri koma á eftir, alveg eins og heilt fjall losni við það, að litlum steini er komið á stað. — Annars væri æskilegt, að alt símakerfið væri athugað í heild, og ætti hæstv. stjórn að gangast fyrir því. Um þetta atriði vildi jeg einnig fá yfirlýsingu frá hæstv. atvrh.