30.04.1926
Neðri deild: 66. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1818 í B-deild Alþingistíðinda. (1543)

29. mál, almannafriður á helgidögum

Forseti (BSv):

Mál þetta var útrætt hjer í deildinni í dag og var eigi annað eftir en greiða atkvæði um það. En síðan hefir komið fram ný brtt., og þótt hún verði að sjálfsögðu eigi rædd, þar sem umr. er lokið, tel jeg rjett, að hún komi til atkvæða. Til þess að svo verði, þarf tvenn afbrigði frá þingsköpum, og vil jeg spyrja hæstv. stjórn, hvort hún vilji fyrir sitt leyti leyfa afbrigði. (Þögn). Hæstv. stjórn gerist nú allþögul. Vil jeg þá spyrja hana, hvort hún vilji neita um afbrigði. (Fjrh. JÞ: Nei). Úr því hæstv. stjórn neitar ekki um afbrigði, þá leyfir hún þau. Vil jeg þá spyrja háttv. deild. hvort hún vill veita afbrigði.