15.04.1926
Neðri deild: 54. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1821 í B-deild Alþingistíðinda. (1554)

96. mál, sérleyfi til virkjunar Dynjandisár

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Mjer skilst á hv. þdm., að það mundi verða vel þegið, að ekki yrði framsaga í málinu að þessu sinni. Menn eru orðnir langþreyttir af umræðum um önnur mál. Og ef háttv. deild vill afgreiða málið nú til 2. umr., þá gildir mig einu, þótt framsaga bíði þeirrar umræðu.