27.04.1926
Neðri deild: 63. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1871 í B-deild Alþingistíðinda. (1578)

96. mál, sérleyfi til virkjunar Dynjandisár

Atvinnumálaráðherra (MG):

Út af fyrirspurn hv. 2. þm. Reykv. (JBald) vil jeg taka fram, að sá ráðherra, sem gefur út sjerleyfisbrjefið, hver sem það er, mun setja ákveðin skilyrði fyrir því, að ekki verði flutt inn verkafólk að óþörfu. En auðvitað má deila um það, hvað af því fólki sjeu fagmenn og hvað almennir verkamenn. Jeg álít, að gæta þurfi þess vandlega, að ekki verði tekinn vinnukraftur frá atvinnuvegum landsins. Hjer verður að synda milli skers og báru með að gæta hagsmuna atvinnuveganna og hagsmuna þess fólks, er kemur til með að vinna hjá fjelaginu. Það er ekki hægt að segja ákveðið, hve marga verkamenn þurfi við fyrirtækið. En jeg geri ráð fyrir því, að ekki verði fluttir inn erlendir verkamenn eftir að stöðin er reist, nema þá ef vera skyldi fagmenn.