19.04.1926
Neðri deild: 57. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1898 í B-deild Alþingistíðinda. (1616)

31. mál, happdrætti fyrir Ísland

Jón Auðunn Jónsson:

Jeg hefi verið þeirrar skoðunar, að mjög efasamt væri hvort leyfa skyldi happdrætti hjer á landi, sakir þess, að jeg áleit happdrætti leiðinlega aðferð til að taka, fje af mönnum til ríkisþarfa. — En nú hefi jeg sjeð, hvernig fjeð streymir út úr landinn til hinna erlendu happdrætta, og áleit jeg þá að skömminni til skárra að stofna til innlends happdrættis, ef ríkissjóður hefir af því ríflegar tekjur. Jeg held þó, að varla verði seld nein ósköp af happdrættisseðlum innanlands, enda er í frv. því sem hjer liggur fyrir, gert ráð fyrir, að langmestur hluti miðanna verði seldur í öðrum löndum.

Nú álít jeg rjett, að nokkru af þeim tekjum, sem ríkissjóður hefir af þessu, og tæpast geta talist vel fengnar, sje varið til að styrkja þá, sem erfiðust lífskjör eiga, en það hygg jeg að sjeu gamalmennin. Því ber jeg fram þá brtt., að af hreinum tekjum ríkissjóðs af happdrættinu skuli á næstu 10 árum ganga 100 þúsund krónur árlega til eflingar ellistyrktarsjóðnum. Verði þessi brtt. mín feld, mun jeg ekki fylgja frv.