14.05.1926
Efri deild: 76. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1920 í B-deild Alþingistíðinda. (1638)

31. mál, happdrætti fyrir Ísland

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg vil taka það fram út af ummælum hv. 2. þm. S.-M. (IP), að jeg mælti á móti þessu frv. í hv. Nd. og hefi aldrei óskað eftir þessum tekjuauka. Þar að auki vil jeg taka það fram, að jeg lít svo á, að frv. feli aðeins í sjer heimild fyrir stjórnina, og vænti jeg þess, að ekki þurfi að skilja svo atkvgr. þeirra hv. þm., sem samþykkja frv., að ætlast sje til, að stjórnin sje bundin við að nota heimildina, ef henni sýnist vera eitthvað því til fyrirstöðu, að henni þyki rjett að nota hana.