14.05.1926
Efri deild: 76. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1921 í B-deild Alþingistíðinda. (1639)

31. mál, happdrætti fyrir Ísland

Frsm. meiri hl. (Björn Kristjánsson):

Jeg ætla aðeins að lýsa því yfir fyrir hönd meiri hluta nefndarinnar, að hún álítur stjórnina ekki bundna við að nota heimildina, þó að frv. verði samþykt.

Mjer þykir óþarfi að vera að svara hv. 2. þm. S.-M. (IP), því að þá yrði jeg að hafa upp aftur það, sem jeg er búinn að segja áður. Hjá hv. þm. (IP) kom ekkert nýtt fram annað en það, að engin trygging væri fyrir því, að hjer yrði ekki settur á stofn opinber spilabanki eða jafnvel pútnahús. Mjer finst það ekki leiða af þessu frv., enda hugsa jeg, að slíkt verði ekki gert á meðan hv. 2. þm. S.-M. er á Alþingi og heldur verndarhendi yfir heiðri þjóðarinnar. Hann má ekki hafa mikið traust til Alþingis í þessu máli, þar sem hann veit, að hv. Nd. hefir samþykt frv. Vænti jeg, að hv. Ed. geri hið sama.