05.05.1926
Neðri deild: 70. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2013 í B-deild Alþingistíðinda. (1675)

110. mál, sala á síld o. fl.

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg býst ekki við, að það hefði mikið að segja, þótt jeg færi að segja mitt álit á, hvernig kynni að verða litið á þetta frv. í öðrum löndum. En jeg get gjarnan sagt, að jeg get ekki sjeð, eins og frv. er nú, að það gangi á neinn lagalegan rjett annara þjóða. Hvernig þær kunna að líta á það, get jeg ekkert ábyrgst um.

Út af áskorunum hv. þm. (TrÞ) skal jeg geta þess, að það verður auðvitað athugað atriðið, sem hann nefndi. Og jeg var búinn að segja honum áður, að það yrði rækilega athugað. En hann getur líklega ímyndað sjer, að það sje ekki sjerlega hyggilegt að fara að ræða mjög mikið um slíkt í opinni deild.