05.05.1926
Neðri deild: 71. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2038 í B-deild Alþingistíðinda. (1688)

110. mál, sala á síld o. fl.

Jón Baldvinsson:

Mjer kom það á óvart, að hv. frsm. skyldi hafa á móti svo sjálfsagðri till. sem brtt. minni á þskj. 504, að verkalýðssamband Norðurlands skuli fá að hafa mann í stjórn fjelagsins. Hv. frsm. veit þó, að fjelögin hafa hæfum mönnum á að skipa. Það má búast við því, að nefndin verði að öðrum kosti skipuð eintómum síldarútgerðarmönnum, en það virðist alveg sjálfsagt, að verkamenn, sem eru annar aðili, hafi þar fulltrúa. Jeg skil ekki í því, að það sje margt af verkafólki á Akureyri og Siglufirði, konum jafnt sem körlum, sem ekki hefir fengist við síldarverkun. Mjer sýnist því, að ástæður þær, sent hv. flm. hafa borið fram á móti tillögu minni, á engan hátt geta hrundið henni. Mjer virðist beinlínis gert ráð fyrir því, að stjórnin skipi í fyrstu stjórnina menn eftir tillögum stofnendanna, og eflaust verða þeir úr þeirra hópi, ef ekki verður annað ákveðið. Því er till. þessi fram borin, og hafa engin gild rök komið gegn henni, hvorki hjá hv. frsm. nje öðrum. Þykist jeg nú hafa fært næg rök fyrir, að ekki er hægt að neita verkalýðnum um þessa sjálfsögðu rjettarkröfu.