12.05.1926
Efri deild: 74. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2069 í B-deild Alþingistíðinda. (1724)

125. mál, seðlaútgáfa

Ingvar Pálmason:

Jeg hefi ekki fengið nein rök fyrir því, að ástæða sje til þess að stöðva inndrátt seðlanna. Hæstv. fjrh. hefir skýrt frá því, að ef brtt. verður samþykt og seðlar bankans í umferð minki um ½ milj., þá breyti það engu um inndrátt þeirra í sjálfu sjer. Þessi ½ milj. færist bara milli ára, en árin verði jafnmörg. En verði nú 3. gr. samþ. eins og hún er, þá leiðir það af henni, að inndráttartími Íslandsbanka framlengist um eitt ár. Sje jeg því ekki annað en að rjettara sje að samþykkja brtt. en að láta frv. ganga fram eins og það er.