14.05.1926
Neðri deild: 78. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2070 í B-deild Alþingistíðinda. (1731)

125. mál, seðlaútgáfa

Jón Baldvinsson:

Er það ekki ætlunin að ljúka við málin í dag hjer í hv. deild, svo að á morgun verði ekki annað en fundalok? Er það ekki meiningin að halda svo marga fundi um þetta mál, sem þarf til afgreiðslu, ef fást til þess afbrigði frá þingsköpum? Ef svo er, vildi jeg leyfa mjer að styðja þá till., að málið færi til hv. fjhn., en að hún yrði þá búin að afla upplýsinga og athuga málið seinna í dag, svo að það gæti komið þá fyrir.