14.05.1926
Neðri deild: 80. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2083 í B-deild Alþingistíðinda. (1750)

125. mál, seðlaútgáfa

Jakob Möller:

Viðvíkjandi brtt. hv. 2. þm. Árn (JörB) er í raun og veru alveg sama að segja og við brtt. hv. 2. þm. Reykv. (JBald), sem vildi láta fella niður 3. gr. frv.

Jeg vjek að því við 2. umr. þessa máls, að það væri tæplega forsvaranlegt að breyta þessari seðlaútgáfu úr gulltrygðum seðlum í ógulltrygða. En það er það, sem verður ef inndrætti Íslandsbanka er haldið áfram áður en einhver seðlastofnun er komin fram, sem gefur út gulltrygða seðla, eins og vitanlega hefir verið gert ráð fyrir, þegar lögin frá 1921 voru sett. Till. hv. 2. þm. Árn. fer því fram á að koma seðlaútgáfunni í miður viðunandi horf heldur en hún er, það er að segja, láta koma ógulltrygða seðla í staðinn fyrir gullgilda. Þess vegna verð jeg fyrir hönd meiri hl. fjhn. að mótmæla þessari brtt. alveg eins og hinni.