14.05.1926
Neðri deild: 80. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2083 í B-deild Alþingistíðinda. (1751)

125. mál, seðlaútgáfa

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg hafði hugsað mjer að bera fram svo látandi skriflega brtt., að orðin í niðurlagi 2. gr. „og má verja því“ og út greinina falli burt. Þá getur þingið ráðstafað þessum peningum; með öðrum orðum: Það er bara felt niður, að þingið taki ákvörðun um, að þessum peningum skuli varið til þess að borga tap á gengisverslun.

Mjer þykir ólíklegt, að hv. 2. þm. G.-K. (ÓTh) geti ekki gengið inn á þessa till. Þá er þetta lagt í vald þingsins síðar. Það er til þess að halda áfram sömu stefnu og hv. þm. Borgf. (PO), sem flutti dagskrána í gengismálinu, hjelt fram, og hv. 2. þm. G.-K. tók þá algerlega undir.