12.02.1926
Neðri deild: 5. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2108 í B-deild Alþingistíðinda. (1768)

15. mál, útsvör

Jakob Möller:

Hæstv. atvrh. (MG) hafði það eftir skattstjóra, að ómögulegt væri að ná nægumt tekjum fyrir bæinn eftir tekjuskattsframtalinu. Hæstv. ráðh. heldur því fram, að ekki verði hjá því komist að taka skatt af mönnum, sem engar tekjur hafa, heldur jafnvel tap. Það liggur þó í augum uppi, að þetta er enn óframkvæmanlegra heldur en að taka skatt af fyrirtækjum, sem græða, þó að þau hafi tapað áður. Hæstv. stjórn virðist því ekki vera í sem bestu samræmi við sjálfa sig, er hún vill láta fyrirtæki, sem er að tapa, greiða jafnvel há útsvör til bæjar- og sveitarsjóða, en í landsskattalöggjöfinni heldur hún því fram, að slík fyrirtæki geti ekki borgað skatt jafnvel þegar þau eru farin að græða. Það er nú annars fljóðsjeð, að bæjar- og sveitarfjelög lifa ekki til lengdar á því að taka útsvör af fyrirtækjum, sem tapa, svo að þetta er hreinasta uppgjöf. Í undirbúningi þessa frv. fyrir þing mun hafa komið fram tillaga um, að bygt skyldi á tekjuskattsframtalinu, og það ætti að vera hægt með því að gefa tekjunum mismunandi gildi, eftir því sem á stendur. Með þeim hætti hlyti rjettlætið að verða betur trygt en nú er gert með þessari handahófsniðurjöfnun eftir efnum og ástæðum.

Hv. l. þm. Árn. (MT) talaði um vinnukraft, sem bærinn fengi fyrir ekkert. Það geta númerið skiftar skoðanir um, hve ódýr sá vinnukraftur er, því að hann sviftir bæjarbúa sjálfa atvinnu. Annars er enginn ágreiningur frá minni hálfu um þetta atriði. Mjer er ekkert ant um, að verið sje að elta lausamenn með útsvör, en jeg vil þá ekki láta elta Reykvíkinga heldur. Þetta sem hv. þm. (MT)

var að tala um svitaskatt, getur engu síður átt við Reykvíkinga en sveitamenn. Má minna á dæmið um manninn, sem fór hjeðan austur í sveit til þess að heyja nokkra heyhesta. Það var þá svitaskattur, sem honum var gert að greiða þar eystra.