11.05.1926
Efri deild: 72. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2386 í B-deild Alþingistíðinda. (1850)

15. mál, útsvör

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg gat ekki heyrt niðurlagið á ræðu hv. þm. A.-Húnv., þar eð jeg þurfti að vera við atkvgr. í Nd. Mjer skildist, að hann vildi ekki sveigja neitt til til samkomulags til þess að fá frv. fram, því að hann er mótfallinn frv. Jeg kæri mig þá ekki um að láta neitt eftir honum og legg á móti till. hans.