27.02.1926
Efri deild: 15. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 27 í C-deild Alþingistíðinda. (1891)

21. mál, lokunartími sölubúða

Sigurður Eggerz:

Nei, það er eðlileg krafa, að hæstv. forsrh. (JM) láti þetta mál til sín taka, þar sem ljóst er orðið, að hjer er um „takt“ einn að ræða í viðskiftum milli deildanna. það er „takt“atriði að fella eigi hvert mál fyrir háttv. Nd. athugunarlítið.

Viðvíkjandi ástæðum hæstv. forsrh. (JM) um jafnan rjett deildanna vil jeg taka það fram, að háttv. Nd. er þó skipað hærra sæti í ýmsum málum en Ed. og hefir meiri virðingu þar af leiðandi í augum þjóðarinnar. Það eru t. d. ekki svo lítil forrjettindi fram yfir Ed., að fjárlögin skuli fyrst lögð fyrir neðri málstofu þingsins. Jeg endurtek það svo, að jeg tel rjett og viðeigandi aðferð, að þessu máli sje vísað til nefndar.