27.03.1926
Neðri deild: 42. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 54 í C-deild Alþingistíðinda. (1914)

52. mál, hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað

Frsm. meiri hl. (Jón Kjartansson:

Jeg vil fara fram á það við hv. þingdeild, að hún vildi lofa þessu máli að fara til 3. umr., svo að nefndinni gefist kostur á að athuga það betur.

Það er ekki rjett, að þetta geti kallast rjettarbót fyrir Reykjavík, því að ef höfnin vill beita þeim rjetti, sem hún hefir, þá á hún haldsrjett á skipunum. En það væri óneitanlega nokkuð hart að gengið að kyrsetja skip, ef skipstjóri getur ekki greitt hafnargjöldin þegar í stað. Þetta er því einungis trygging fyrir hafnarsjóð, ef hann sleppir bát út án þess að fá greidd sín gjöld. Annars vil jeg aðeins mælast til þess, að frv. verði gefinn kostur á að komast til 3. umr.