07.04.1926
Efri deild: 44. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 67 í C-deild Alþingistíðinda. (1942)

27. mál, verslunarbækur

Einar Árnason:

Það getur verið, að þetta frv. sje ekki sjerlega viðsjárvert. En að minsta kosti er það ekkert nauðsynjamál. Mjer er ekki alveg ljóst, hvort þessar viðskiftabækur, sem hjer er talað um, eigi að vera tvíritunarbækur, eða eins og gömlu „kontrabækurnar“ áður fyr. Mjer skilst, að ef þetta verður í því formi, þá þurfi að bókfæra úttektina í höfuðbókina jafnframt, alt, smátt og stórt. Og þá skilst mjer þetta vera nokkuð aukin vinna við verslanir, sem færi fram jafnframt viðskiftum, og hljóti að tefja bagalega fyrir allri afgreiðslu.

Það er aðeins þessi litla athugasemd, sem jeg vildi gera viðvíkjandi þessu óljósa og þarflitla frumv.