07.04.1926
Efri deild: 44. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 67 í C-deild Alþingistíðinda. (1943)

27. mál, verslunarbækur

Björn Kristjánsson:

Jeg er sammála hv. 1. þm. Eyf. (EÁ), að það geti orðið miklu meira verk að framkvæma viðskifti, ef frv. þetta verður að lögum.

En jeg stóð upp aðallega til þess að spyrja hv. nefnd, hvort það sje meiningin, að frv. eigi aðeins að ná til kaupmannaverslana, en ekki til kaupfjelaga, eða hvorstveggja. Í frv. stendur aðeins verslana.