09.04.1926
Efri deild: 46. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 73 í C-deild Alþingistíðinda. (1949)

27. mál, verslunarbækur

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Hv. þm. Vestm. (JJós) segir, að þetta fyrirkomulag leiðrjetti villur, sem kæmust inn í frumbókina! Mjer líst nú ekki á það, ef villur eru í henni ! En eiga nokkrar villur þar að vera? Er hv. þm. ekki kaupmaður? Mjer finst það hálfskrítið, að hann lítur altaf í lögin við alt, sem hann svarar mjer, svo að hann er eftir því ekki neitt sjerlega vel að sjer í þeim, þótt kaupmaður sje.

Jeg geri lítið úr leiðrjettingum, sem fást með þessu fyrirkomulagi, sem nú er. Jeg hygg, að þær muni verða þjettar fyrir þær villur í frumbókinni, sem leiðrjetta á. Þá hjelt hv. þm. því fram, að það væri ekki hægt að skrifa nafn þess, sem við tæki, í „kontrabækurnar“, en það er vel hægt, þótt samritið sje í sjerstakri bók. Jeg vænti þess, af því að hv. þm. Vestm. (JJós) er kaupmaður og er svona ókunnugur þessum lögum, þá sjáist, að ekki muni miklu góðu slept, hvað hann og líklega fleiri stjettarbræður hans snertir, þó fyrirkomulaginu sje breytt.