27.02.1926
Neðri deild: 16. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 382 í C-deild Alþingistíðinda. (2124)

23. mál, fátækralög

Atvinnumálaráðherra (MG):

Hv. 1. þm. Árn. (MT) var hissa á því, að jeg ekki lofaði að taka þetta frv. upp í frv. það til fátækralaga, sem væntanlega verður borið fram á næsta þingi, en jeg tel alls ekki rjett, að jeg strái um mig með loforðum um það, hvað skuli standa í þessu væntanlega frv., því að það gæti orðið nokkuð erfitt að uppfylla slíkt, enda mundi þá margur vilja fá loforð um hitt og þetta, og mundi þá ekki verða sem best samræmi í. Jeg mun því ekki gefa nein slík loforð.