07.05.1926
Neðri deild: 73. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 823 í B-deild Alþingistíðinda. (220)

1. mál, fjárlög 1927

Fjármálaráðherra (JÞ):

Það eru aðeins örfá orð út af því, sem hv. 2. þm. Reykv. (JBald) sagði um fyrstu brtt. á þskj. 514. Háttv. frsm. (ÞórJ) mun hafa tekið það fram, að þessa upphæð verður að nota á þessu ári, ef hún á á annað borð að koma til notkunar. Ef stjórnin vill því greiða þetta, má hún til að tryggja sjer að verða ekki fyrir ámæli hv. þm. fyrir, og það getur hún auðvitað öðruvísi en með beinni atkvgr. um liðinn. Að vísu getur þannig lagað samþykki aldrei orðið bindandi fyrir stjórnina. — Eins og þessi brtt. er fram borin, er hún við 9. gr. fjárlaganna, og er venjan, að stjórnin hafi engin afskifti af því fje. Er því óvíst, að þetta komi nokkuð til hennar kasta.