07.05.1926
Neðri deild: 73. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 824 í B-deild Alþingistíðinda. (222)

1. mál, fjárlög 1927

Frsm. síðari kaflans (Tryggvi Þórhallsson:

Sem frsm. síðari kafla fjárlagafrv. hefi jeg ekki ástæðu til að segja neitt. Jeg get látið mjer nægja að vísa til hv. frsm. fyrri hlutans (ÞórJ); hann talaði fyrir munn allrar nefndarinnar. Um brtt. á þskj. 514, sem jeg er meðflm. að, þarf jeg heldur ekki að tala. Það er samkomulag um að taka hana aftur; hún var borin fram áður en þessi ákvörðun var tekin að ganga að fjárl. óbreyttum frá Ed. Ástæðan til þess, að jeg stend upp, er sú, að einn hv. þdm. hefir orðið til þess að taka þessa brtt. upp. Jeg get verið honum þakklátur fyrir ummæli hans um nauðsyn hreppanna. Og þó við höfum tekið till. aftur, þá er það ekki af því, að við sjeum ánægðir með afgreiðslu málsins í hv. Ed., en við vildum ekki verða til þess að opna fjárlögin aftur. Og þótt þessi brtt. sje nú tekin upp aftur, þá fær enginn mig til þess að rjúfa þau orð, sem jeg gefi gert um þetta. Jeg vil ekki stuðla að því að opna fjárlögin, og þótt afgreiðslan sje ekki eins og jeg hefði kosið, og langt frá því, þá er þess að minnast, að sennilegra er, að þau versni, ef þau verða opnuð. Og um hreppana er þess að minnast að þing kemur eftir þetta þing.