07.05.1926
Neðri deild: 73. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 830 í B-deild Alþingistíðinda. (228)

1. mál, fjárlög 1927

Atvinnumálaráðherra (MG):

Út af fyrirspurn um, hvort það sje vilji og álit stjórnarinnar, að frv. eigi að samþykkja óbreytt, er óþarft að koma með yfirlýsingu.

Háttv. frsm. fjvn. hefir skýrt frá því, að tilgangur nefndarinnar með till. sinni sje að auka ekki á þann tekjuhalla, sem þegar er áætlaður í frv. Þessa viðleitni nefndarinnar vill stjórnin styðja eftir mætti. Útgjaldaáætlunin er komin á 12. milj. króna, og má þar sannarlega ekki meira á bæta.