30.04.1926
Neðri deild: 66. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 795 í C-deild Alþingistíðinda. (2359)

62. mál, slysatryggingar

Jón Auðunn Jónsson:

Jeg skal ei tefja tímann um of, get lýst yfir því, að jeg felli mig við þessa afgreiðslu málsins, svo framarlega sem hæstv. atvrh. (MG) lofar að gera þær reglugerðarbreytingar, sem hjer er um að ræða, og undanþiggja þá útgerðarmenn, sem hafa menn upp á hlut úr afla, nokkru af iðgjaldinu. — Nú er það svo vestra, þar sem jeg þekki til, að útgerðarmaður borgar alt gjaldið, en á 1–2 stöðum á landinu borga hlutarmenn nokkuð af því. Virðist svo, sem sá sje skilningur forstöðunefndarinnar.