30.04.1926
Neðri deild: 66. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 798 í C-deild Alþingistíðinda. (2364)

62. mál, slysatryggingar

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg hafði skilið orðin „almenna slysatryggingu“ þannig, að menn skyldu trygðir við alla vinnu, alment. En með þeim skilningi, sem hv. frsm. (SvÓ) leggur í orðið, get jeg vel gengið að því. Því að þá er stjórninni í sjálfsvald sett, hve langt hún fer í brtt. sínum. — Það er mitt álit, að í sveitum sje mjög ilt að koma tryggingum fyrir, og virðist mjer, að á það megi líta jafnframt þörfinni. Jeg geri ráð fyrir, að þegar þessi lög hafa staðið í nokkur ár, megi færa út tryggingarnar. — Jeg er alveg andvígur till. hv. 2. þm. Reykv. (JBald), því að jeg vil fá atkvgr. hv. deildar um vafasamt atriði, og sú atkvgr. felst í því, hve fer um dagskrá hv. nefndar.