12.05.1926
Neðri deild: 77. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 810 í C-deild Alþingistíðinda. (2382)

66. mál, skylda útgerðarmanns til að tryggja fatnað og muni lögskráðs skipverja

Sigurjón Jónsson:

Jeg skal aðeins með örfáum orðum skýra háttv. þm. Barð. (HK) frá því, að svo framarlega sem fram kemur frá stjórninni frv. um þetta, þá held jeg, að ekki sje til neins að fara aðra leið en þá, sem farin er í þessu frv. Við höfum í fyrra afgreitt lög um líftryggingu sjómanna, þar sem útgerðarmanninum er gert að skyldu að greiða tryggingargjaldið, og þá er ósamræmi í því, ef hásetar eiga að greiða tryggingargjald af munum sínum, en útgerðarmennirnir aðalupphæðina, vátryggingargjaldið af þeim sjálfum. En fyrir mjer vakir ekki annað en þetta, hvort eigi að binda útgerðarmönnum þann bagga, frekar en orðið er, um tryggingu á munum hásetanna. Mjer finst ekki koma til mála, að hásetarnir greiði tryggingargjald af munum sínum, en útgerðarmennirnir aftur vátryggingargjald af mönnunum.