12.05.1926
Neðri deild: 77. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 816 í C-deild Alþingistíðinda. (2388)

66. mál, skylda útgerðarmanns til að tryggja fatnað og muni lögskráðs skipverja

Frsm. minni hl. (Jón Baldvinsson):

Þetta frv., sem hv. þm. vitnar til, var flutt í fyrra í þeim tilgangi að spilla fyrir mikilsverðu máli, sem þá lá fyrir þessari hv. deild. Hv. þm. vitnar svo í sjómannsþekkingu sína, en jeg man eftir því, þegar togaralögin voru hjer á ferðinni, þá vitnaði hv. þm. í 20 ára sjómannsþekkingu sína, og rjeð þá frá að samþykkja frv., en jeg held, að sú sjómannsþekking hafi orðið hv. þm. (JAJ) fremur til lítils sóma.