12.05.1926
Neðri deild: 77. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 816 í C-deild Alþingistíðinda. (2389)

66. mál, skylda útgerðarmanns til að tryggja fatnað og muni lögskráðs skipverja

Jón Auðunn Jónsson:

Jeg held, að þetta sje ekki rjett hjá hv. þm. (JBald). Jeg sagði, að þessum lögum mundi ekki verða framfylgt, þegar skipin fiskuðu í ís, og jeg held, að hv. þm. (JBald) geti sannfært sig um, hvort svo er, með því að tala við sjómennina sjálfa. En jeg hefi ekkert sagt um, að þau mundu ekki haldin, þegar fiskað væri í salt. (JBald: Vill hv. þm. endurtaka þessi orð fyrir utan þinghelgina?) Það skal jeg gjarnan gera, ef hv. þm. (JBald) vill.