19.04.1926
Neðri deild: 57. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 873 í C-deild Alþingistíðinda. (2404)

6. mál, lærði skólinn í Reykjavík

Frsm. minni hl. (Ásgeir Ásgeirsson):

Jeg vil mælast til, að hæstv. forseti (BSv) láti hætta atkvgr. Nú hafa þegar verið feld helstu ákvæði frv., en samkv. þingsköpum má ekki bera fram brtt., sem feldar hafa verið áður á sama þingi, Virðist mjer frv. hvorki fugl nje fiskur, eins og það er orðið nú á sig komið, og því ástæðulaust að toga lengur atkvæðin út úr deildarmönnum með nafnaköllum.