19.04.1926
Neðri deild: 57. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 873 í C-deild Alþingistíðinda. (2405)

6. mál, lærði skólinn í Reykjavík

Forseti (BSv):

Í strangasta skilningi hefir þessu stundum verið beitt um brtt. við fjárlög. En mjer skilst, að hægt sje að breyta frv. svo milli umr., að það sje fært að mestu í sitt fyrra form. Hinsvegar er hæstv. forsrh. (JM) ekki viðstaddur, en hann hefir borið frv. fram. En á meðan engar óskir koma fram um þetta frá rjettum aðiljum, sje jeg enga ástæðu til að hætta atkvgr.