19.04.1926
Neðri deild: 57. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 875 í C-deild Alþingistíðinda. (2410)

6. mál, lærði skólinn í Reykjavík

Forseti (BSv):

Þar eð 1. gr. frv. var samþ., var eigi, samkvæmt þingsköpum, hægt að fella frv. með því að fella aðrar einstakar greinar þess. Auk þess hefi jeg þegar spurt flytjendur frv., hvort þeir vildu halda áfram atkvgr., og hafa þeir játað því. Hlýt jeg því að líta svo á, að menn vilji lagfæra frv. við 3, umr., enda er það enganveginn ókleift. Verður því atkvgr. haldið áfram.

Frv. vísað til 3. umr. með 13:12 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: BL, HK, JAJ, JK, JS, JÞ, MG, MJ, PO, SigurjJ, ÞórJ, ÁJ, BSv.

nei: ÁÁ, BSt, HStef, IngB, JakM, JBald, JörB, MT, PÞ, SvÓ, TrÞ, ÞorlJ.

Einn þm. (KlJ) greiddi ekki atkv.

Tveir þm. (BJ, ÓTh) fjarstaddir.