05.05.1926
Neðri deild: 70. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 877 í C-deild Alþingistíðinda. (2419)

6. mál, lærði skólinn í Reykjavík

Frsm. meiri hl. (Magnús Jónsson):

Jeg mótmæli því algerlega, að mjer hafi verið falið þetta mál sjerstaklega. En það hefir verið föst venja, að forseti tæki mál út, hafi þess verið óskað af meiri hl. þeirrar nefndar, sem hlut á að málinu, án þess að frekari röksemdir fylgdu. En nú er það bersýnilegt, að forsrh. getur ekki verið við umr. Og þar sem nú meiri hl. nefndarinnar hefir óskað að fá málið tekið af dagskrá til þess að geta athugað það nánar, þá virðist mjer sjálfsagt að taka það til greina, og það því fremur, sem andmælin koma frá mönnum, sem eru eindregið á móti frv., og tilgangur þeirra aðeins sá, að drepa málið.