05.05.1926
Neðri deild: 70. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 878 í C-deild Alþingistíðinda. (2421)

6. mál, lærði skólinn í Reykjavík

Frsm. minni hl. (Ásgeir Ásgeirsson):

Mín ósk í þessu máli er sú, að frv. verði ekki tekið af dagskrá, heldur rætt nú þegar. Og sú ósk er bygð á því, að jeg efast mjög um það, að hv. meiri hl. vilji fá frv. tekið út til þess að íhuga málið betur, og skil jeg heldur ekki, að hann hafi nokkuð nýtt fram að færa. Jeg mæli því eindregið á móti því, að frv. verði tekið af dagskrá.