15.03.1926
Neðri deild: 31. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 960 í C-deild Alþingistíðinda. (2500)

49. mál, afnám laga um bráðabirgðaverðtoll

Fjármálaráðherra (JÞ):

Það er mesti misskilningur, að jeg taki aftur eitt einasta orð, sem jeg hefi sagt um bruðlunarsemi hv. 2. þm. Reykv. (JBald). Jeg leiddi einmitt athygli manna að því, að öll viðleitni hans hefir gengið í þá átt, að eyðileggja hag ríkissjóðs. En það sagði jeg líka, að sú bruðlunarsemi kemur ekki fram í þessu frv. Það miðar að vísu til þess að rýra hag ríkissjóðs, en bruðlun getur það ekki talist, eins og till. hans við fjárlögin á ári hverju.

Um Framsóknarflokkinn á jeg ekkert vantalað við þennan háttv. þm. (JBald), en jeg get talað um bruðlunarsemi hans við rjetta aðilja, ef svo ber undir.