28.04.1926
Neðri deild: 64. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1083 í C-deild Alþingistíðinda. (2551)

104. mál, atvinna við siglingar

Atvinnumálaráðherra (MG):

Mjer þykja nú orðið nokkuð tíðar breytingar á þessum lögum, þó að jeg vilji ekki bera á móti því, að þær kunni að vera rjettmætar. En ef á annað borð er farið að hrófla við þessum lögum, er þá eigi ástæða til að taka fleira með? Jeg hefi spurt skólastjóra sjómannaskólans um álit hans á því, og hefi fengið brjef um það frá honum, sem jeg hefi afhent hv. sjútvn. Ef það er rjett, sem þar er haldið fram, þá virðist rjett, annaðhvort að taka það alt upp nú, eða fresta öllum breytingum á lögunum til næsta þings.