05.05.1926
Neðri deild: 71. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1085 í C-deild Alþingistíðinda. (2561)

111. mál, bæjargjöld í Reykjavík

Forseti (BSv):

Frá sex hv. þdm. hefir mjer borist svolátandi krafa.: „Með skírskotun til 43. gr. þingskap

anna krefjast undirritaðir þingmenn þess, að frv. til laga um breyting á lögum nr. 36, 4. júní 1924, um bæjargjöld í Reykjavík verði tekið á dagskrá neðri deildar þá þegar, er atkvæði hafa verið greidd um þessa kröfu.“

Hákon Kristófersson, Sveinn Ólafsson, Halldór Stefánsson, Tryggvi Þórhallsson, Þorleifur Jónsson, Bernharð Stefánsson.