28.04.1926
Efri deild: 61. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1113 í C-deild Alþingistíðinda. (2577)

109. mál, landhelgissjóður

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson):

Jeg sje ekki, að hv. l. landsk. sje það spámannlegar vaxinn en við hinir, að hann geti nokkuð um það sagt, að svo muni fara. En þar sem landhelgissjóðstillagið til strandvarna nemur meiri upphæð en þeirri, sem hjer um ræðir, þá sje jeg enga ástæðu til þess að láta ríkissjóð greiða hana framvegis í landhelgissjóðinn, og svo sje ákveðið í fjárlögum árlega þeim mun hærri upphæð úr sjóðnum til landhelgisvarnanna.