03.05.1926
Efri deild: 65. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1119 í C-deild Alþingistíðinda. (2583)

109. mál, landhelgissjóður

Björn Kristjánsson:

Aðeins lítil athugasemd. Mjer finst ástæðulaust af hv. 1. landsk. (SE) að hafa svo mjög á móti þessu. Það er svo alvanalegt, að þingið leggur fram til ýmissa stofnana vissa upphæð, þangað til álitið er, að stofninn sje nægilega hár, og hættir svo. Þannig er það með veðdeildarflokkana, og Ríkisveðbankann. Veðdeildin fjekk 5 þús. kr. styrk í 4–5 ár. Þegar álitið var, að sjóðurinn væri orðinn hæfilega stór, var því hætt. Alveg eins er með þetta. Nú er svo komið, að þessi sjóður er orðinn svo mikill, að hann á að nægja til þess að halda við þeim strandvarnaskipum, sem maður getur búist við, að landið sjái sjer fært að hafa, ef lagt verður árlega við hann. Nú, þegar búið er að smíða strandvarnarskipið, á sjóðurinn 1 milj. kr. Fyrir þá upphæð mætti smíða tvö strandvarnaskip. En öll skip þarf að endurnýja, og það nálægt því á 50 árum, og væri ólíklegt, að sjóðurinn þá hefði ekki kraft til þess.

Mjer finst alls ekki verið að rýra þá viturlegu till., sem Sigurður heitinn Stefánsson gerði á sínum tíma, um að stofna þennan sjóð. Þvert á móti. Flestir hafa dást að tillögu hans. Hjer er alls ekki verið að tala um að leggja neinar hömlur á strandvarnirnar — —**Vantar niðurlag ræðunnar frá hendi skrifarans.