06.05.1926
Efri deild: 68. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1158 í C-deild Alþingistíðinda. (2613)

106. mál, hæstiréttur

Sigurður Eggerz:

Jeg vil mega skjóta því í mestu vinsemd til hæstv. forseta og hv. allshn., að það er enn eitt stórmál hjer í nefnd, sem jeg vil fyrir mitt leyti leggja hina mestu áherslu á; það er frv. um hæstarjett. En þar sem jeg heyri, að þingtíminn er mjög farinn að styttast, vildi jeg leyfa mjer að koma með þau tilmæli til hæstv. forseta, að hann vildi beita áhrifum sínum í þá átt, að þetta stórmál kæmi úr nefnd, svo hægt yrði að taka það á dagskrá sem fyrst. Jeg veit, að margir leggja mjög mikla áherslu á, að þetta mál nái fram að ganga.