05.05.1926
Neðri deild: 70. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1336 í C-deild Alþingistíðinda. (2658)

81. mál, Landsbanki Íslands

Frsm. minni hl. (Jakob Möller):

Mjer finst, að ekki sje minni ástæða til að taka þetta mál af dagskrá en 5. mál og hin málin, þar sem hægt er að færa full rök fyrir, að jeg hefi ekki átt kost á að gera brtt. Þetta er ekki gert til þess að tefja fyrir málinu, heldur aðeins til þess að gefa okkur í minni hl. fjhn. kost á að athuga það sem vandlegast.