05.05.1926
Neðri deild: 70. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1337 í C-deild Alþingistíðinda. (2665)

81. mál, Landsbanki Íslands

Forseti (BSv):

Mjer þykir hv. þdm. og hæstv. stjórn gera mjer allmikinn vanda, þegar jeg á að úrskurða hjer öllum til hæfis. Jeg hygg, að lærða skólanum sje ekki búin banaráð, þó að hann hafi verið tekinn af dagskrá nú, og sama mælikvarða verð jeg að leggja á hin frv. Jeg ætla því að taka málið af dagskrá.

Viðvíkjandi ósk hv. 2. þm. G.-K. (ÓTh), ætla jeg að verða við því, að haldinn verði fundur í kvöld, til þess að ekki sje spilt þingtímanum. Þetta verður eiginlega aukafundur, svo að dagskránni fyrir morgundaginn lýsi jeg í lok þess fundar.