08.05.1926
Neðri deild: 74. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1415 í C-deild Alþingistíðinda. (2687)

81. mál, Landsbanki Íslands

Fjármálaráðherra (JÞ):

Út af ummælum hv. 2. þm. Reykv. (JBald), um fyrri hl. 12. gr., vil jeg aðeins taka það fram, að ákvæði hennar eru aðeins að forminu til breyting frá því, sem vera mundi, ef ekkert stæði um það. Þar segir svo, að veita megi undanþágu (frá 7. gr.) með konunglegri tilskipun, en í stjórnarskránni, § 23., að konungur geti gefið út bráðabirgðalög, er brýn nauðsyn ber til.

12. gr. frv. áskilur, að tilskipunin falli úr gildi, hafi næsta Alþingi ekki samþ. hana 4 vikum eftir þingsetning, og er því strangari en stjórnarskráin, sem segir, að bráðabirgðalög falli úr gildi, ef næsta þing ekki samþykki þau. Finst mjer því engin ástæða til þess að gera neinar grýlur úr ákvæði 12. gr.