08.05.1926
Neðri deild: 74. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1438 í C-deild Alþingistíðinda. (2712)

81. mál, Landsbanki Íslands

Þorleifur Jónsson:

Jeg skal leyfa mjer, fyrir hönd Framsóknarflokksins, að taka það fram, út af hinni framkomnu dagskrá frá háttv. þm. N.-Þ. (BSv), að þó að flokkurinn telji þingrof æskilegt, vegna annara mála, þá getur hann ekki aðhylst þessa dagskrá, þar eð hún eyðir, ef samþ. yrði, þýðingarmiklu máli, sem flokkurinn er samþykkur, og telur engan vafa leika á, að meiri hluti þjóðarinnar óski, að leyst verði nú þegar á þann veg, sem frv. gerir ráð fyrir. Munum við því út frá því greiða atkv. móti dagskránni.