10.05.1926
Efri deild: 71. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1445 í C-deild Alþingistíðinda. (2720)

81. mál, Landsbanki Íslands

Jónas Jónsson:

Áður en greidd verða atkvæði um þetta, vil jeg taka það fram, að þar sem þetta er stjfrv., mætti gera ráð fyrir, að hæstv. stjórn reyndi að flýta því í gegnum þingið, en það hefir hún ekki gert. Það er ástæða til að halda, að allir mínir samherjar hjer í hv. deild vilji láta málið ganga fram, en ástæðan til þess, að stærsta málið, sem nú liggur fyrir þinginu, er látið daga uppi, er vanmáttur stjórnarinnar, til þess að hafa hemil á sínum mönnum.