10.05.1926
Efri deild: 71. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1446 í C-deild Alþingistíðinda. (2721)

81. mál, Landsbanki Íslands

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg verð að geta þess, að þetta mál var til undirbúnings hjá milliþinganefnd, og var ætlast til, að hún skilaði áliti sínu svo löngum tíma fyrir þing, að stjórnin gæti fengið nægan tíma til að athuga það, en úr því varð ekki. Álitið kom fyrst, þegar talsvert var liðið á þingtímann, og þá gat stjórnin hvorugt frv. tekið óbreytt. Það tók dálítinn tíma að gera breytingar og leggja síðan frv. fyrir konung. Stjfrv. kom því ekki fram, fyr en langt var liðið á þingtímann, og frá upphafi var naumast von um, að frv. gæti gengið í gegn.