23.02.1926
Efri deild: 12. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 186 í D-deild Alþingistíðinda. (2904)

34. mál, fyrirhleðsla fyrir Þverá

Sigurður Eggerz:

Jeg ætla ekki að halda langa ræðu. Jeg vildi aðeins mæla með því, að þessu máli yrði veitt hin mesta athygli af hinu háa Alþingi. Jeg tók svo eftir hjá hv. flm. (EP), að ekki væri hægt að koma við ferju á Þverá, og mun því vera hið mesta nauðsynjamál að brúa hana. Mjer er kunnugt um, að þessi á er mikill og illur farartálmi, og jeg verð að telja það hálfgert hneyksli, að ekki skuli búið fyrir löngu að bæta úr því á einhvern hátt. Jeg vil endurtaka þá ósk mína, að þessu máli verði veitt hin mesta athygli hjer á hinu háa Alþingi, því að jeg er sannfærður um, að þetta er gott mál.